Jólahúfa Ömmu Loppu 2020

  • 0 ISK kr
Tax Included.


Þetta er þriðja jólahúfan frá mér til þín! Ótrúlega skemmtilegt að þú viljir prjóna hana, takk fyrir það .

Húfan er bara venjuleg jólahúfa með fallegu snjókorni , skemmtileg viðbót við jólahúfusafnið mitt. Prjónuð neðan frá og upp, með skúf eða dúsk skiptir engu máli hún er æði. Hlakka til að sjá litla gorma skottast um með jólaskotthúfu 😊

 Stærð:                    6 – 18 mán, 2-4 ára, 6-10 ára, fullorðins

Tillögur að garni:    Pernilla frá Filcolana, fæst hjá www.maro.is eða í verslun Maro á Hverfisgötu 39 í Reykjavík

Magn í gr:              50, 100, 100, 100, 1 dokka af munstur lit , í allar stærðir

Prjónafesta:           22/10 á prjóna nr. 4

Uppskriftin er ókeypis!

Ég bið þig þess vegna  um að deila ekki uppskrift, heldur benda frekar á hvar er hægt að fá hana. Einnig bið ég um að uppskriftin sé ekki ljósrituð eða seld.

Einnig er hægt að sjá fleiri myndir af því sem ég er að gera á Facebook síðunni minni: https://www.facebook.com/ammaloppa/  eða á

Instagram https://www.instagram.com/amma_loppa/