Lauf, Jakkapeysa

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


 Lauf og Eik barnapeysurnar hafa verið vinsælar hjá mér enda ofur fallegar peysur og sparilegar.

Peysan er prjónuð neðan frá og upp, fram og til baka með garðaprjóni. Það er lauf munstur á miðju baki og meðfram opi að framan. Listarnir eru prjónaðir jafnóðum með sléttum og brugðnum lykkjum. Peysan er falleg eins og Lauf og Eik barnapeysurnar og tala ekki um hvað hún er kósí.

Þegar þú velur stærð skaltu hafa í huga að ef þú vilt víðari /stærri peysu þá tekurðu stærri stærð en notar lengd á ermum og bol sem hentar þinni hæð. Athugið líka að garnmagn miðast ekki við síða peysu heldur peysu sem er ca um eða við mjaðmir.

Stærð:                    Xsmall, Small, medium, large, X large, XX large

Ummál á bol í cm: 95, 100, 106, 113, 119, 125

Tillögur að garni:    Isager Alpakka 3 eða Kelbourne Scout & Alpakka 1 haldið saman. Garnið fæst hjá www.rendur.is

 

Magn í gr:               Isager alpakka 3 : 350, 400, 450, 500, 550, 600 gr. Kelbourne Scout 300, 300, 400, 400, 500, 500. (Ath kemur í 100 gr hespum) haldið með Isager alpakka 1 fygiþráð 100, 100, 150, 150, 150, 150

Prjónafesta:           16/10 á prjóna númer 7, í garðaprjóni, flíkin  gefur síðan aðeins eftir við þvott.        

 

Ég vil benda á að það er einnig hægt að greiða pöntun með millifærslu á reikning en þá þarf að muna að senda mér kvittun úr heimabanka

Reikningsupplýsingar : 0123  - 26 - 201091  og Kennitala:  010865 - 3369

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .


Við mælum með