Regn, dömuvettlingar
Einfaldir og fljótprjónaðir dömuvettlingar í tveimur stærðum. Röndóttir, einlitir, með munstri eða án, þitt er valið. Uppskriftin er ótrúlega þægileg,
Stærð: S/M , M/L
Ummál , mælt fyrir neðan þumal og þvert yfir hönd. 17 til 19 cm, 20 til 22
Tillögur að garni: Peruvian ull frá Filcolana eða annað gott ullargarn með sömu prjónafestu.
Magn í gr: 60 til 80 gr af peruvian ull. Það er heildarmagn 😊
Prjónafesta: 20/10 á prjóna nr. 4
Þú þarft að nota sokkaprjóna nr. 3,5 og 4
Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis. Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað.
Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .