Ylfa

  • 1.150 ISK kr
VSK innifalin í verði


Þegar ég var með story á prjónum saman instagraminu um páskana 2021 ákvað ég að gera gula peysu. Fylgjendur PS völdu munstur og nafn á þessa dásamlega fallegu peysu. 

Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka. Það er munstur á bolnum og ermarnar víkka niður. Munstrið er ekki mjög flókið og skemmtilegt að prjóna það. Munstrið gerir aðeins vídd í bolinn sem ég ýkti örlítið og það er möguleiki að gera hana enn víðari ef þú vilt

Í þessa peysu nota ég garn frá Kindgarn, sem er blanda að merinoull og angora. Dásamlega mjúkt og fallegt garn sem kemur sérlega fallega út í þessari peysu. Málin í uppskriftinni eru reiknuð út frá prjónafestu, sem er gefin upp á garninu. Það er hvernig þú kæri prjónari vinnur með garnið. Einnig mæli ég með að þú takir ummál á barninu og ákveðir svo stærð til að prjóna.

Stærð:                    6 til 12 mánaða, 1, 2, 3, 4, 5 ára.

Ummál í cm:          52, 54, 60, 64, 65, 69 ( mál undir handveg)  

Tillögur að garni:    Kind angora og merinoull, á hverri 50 gr dokku er um 250 metrar. Garnið fæst í vefverlsun, www.prjonaklubburinn.is

Magn í gr:              100, 100, 150, 150, 150, 150

Prjónafesta:           24/10 á prjóna nr. 3.5

Uppskriftin berst á rafrænu formi eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd. Þú færð senda slóð, sem vísar á síðu og þar er hægt að hlaða uppskriftinni niður samstundis.  Ég mæli með að þú vistir hana á góðum stað. 

Stundum lendir þessi póstur í spam eða rusli, svo endilega athugaðu þar .

 

 


Við mælum með